NOUVEAU CONTOUR
Örlitameðferð
Örlitameðferð (varanleg förðun, Permanent Make-Up) er byltingarkennd meðferð þar sem litir eru settir inn undir yfirborð húðar til að skerpa línur andlits. Þessi meðferð hefur verið notuð af mörgum þekktustu módelum, leikurum og skemmtikröftum heims til þess að bæta útlit þeirra. Fagurfræðilegt gildi, tímasparnaður og minni peningaeyðsla er ástæða þess að varanleg förðun er oft kölluð „förðun framtíðarinnar“.
Örlitameðferð felur oftast í sér ísetningu lita á augabrúnir, augnlínu og varir. Með þessari sérstöku tækni og aðferð er þó einnig hægt að hylja ör, lagfæra eða gera nýja vörtubauga og lagfæra ör vegna skarðs í vör (medical örlitameðferð).
Við einblínum á mjúkt og náttúrulegt útlit okkar örlitameðferða og gerum okkar besta til að mæta þörfum viðskiptavina okkar.
